Maí-reið 2005 ...
Sunnudaginn 1. Maí var mér (Sonju) boðið í grillveislu hjá hestamannahópi hérna í nágrenninu sem eru með íslenska hesta.
Um 20 manns fóru í dagreið og millistoppið var á stað sem heitir Hof Hermannslust (hjá Bitz) þar sem var grillað.
Við vorum nokkur sem biðum komu þeirra og vorum að undirbúa á meðan.
Það var mjög fallegt veður og heitt í lofti ... ég vorkenndi samt svolítið íslensku vinunum okkar en þeir komu mjööög sveittir á áfangastað!
Ég var eina íslenska mannveran á svæðinu en samt ekki eini Íslendingurinn; Íslenskir hestar og íslenskur hundur voru mínir Landar :-)
Mér fannst mjög gaman að heyra heiti Landans því þau eru íslensk og ég var stundum spurð um framburðinn ... fyndið!
En hér eru nokkrar myndir ...
 
 
Back
Home
Next