Páskarnir árið 2005 í Schattwald /Tannheimertal/Tirol í Austurríki ...
Í fyrra fórum við líka til Schattwald og ákveðið var að kíkja aftur þetta árið.
Um er að ræða frekar lítið skíðasvæði o.þ.a.l. líkur á færra fólki og umferð ...
Við fórum sumsé af stað á föstudeginum laaaanga og komum til baka á mánudeginum 2. í páskum.
Við vorum heppin með veðrið, sól og skýjað til skiptis en hlýtt var í lofti.
Í raun var nægur snjór eftir snjóveturinn mikla en undanfarið hafa verið mikil hlýindi svo að snjórinn bráðnar hratt!
Við fórum því snemma á fætur alla morgna til að komast sem fyrst í brekkurnar og nýta skíðafærið fram að hádegi...
Upp úr hádegi var snjórinn síðan orðinn mjööög blautur og gerðum við þá bara pásu á skíðunum og kíktum í göngutúra!
Mútta (Hulda), Guðni og Sonja voru skíðagarparnir í ferðinni og Siggi var göngugarpurinn ...
 
 
Back
Home
Next