þá er komið að seinni helginni, ferð sem við hefðum betur sleppt. Ætluðum að koma Hafrúnu á óvart á afmælisdaginn hennar þann 3 mars, lögðum af stað kl. 5 um morguninn og ætluðum að ná þeim við morgunverðinn en urðum að snúa við vegna ófærðar, eftir hádegi var orðið gott veður og lögðum við þá aftur af stað.
Um kvöldið fórum við í sleðaferð sem endaði með því að Guðni lenti á tré í miðri brekku og slasaðist þónokkuð, slapp óbrotinn en með blæðandi nýra, marið lunga og lifur, 3 vöðva slitna í öxl, aumur í mjöðm, baki, háls, olnboga og úrnlið, eiginlega heppin að vera á lífi.
 
 
Back
Home
Next