Jæja enn eina ferðina var farið til Kanary yfir jól og áramót en að þessu sinni aðeins í 2 vikur þar sem Sonja var að fá nýja vinnu og ekki æskilegt að byrja á því að taka mikið frí.
Að þessu sinni var gist á hótel Koka, sem við höfum stefnt að síðastliðin ár en ekki voru allir jafn ánægðir með kakkalakkahótelið þó öll aðstaða hafi veri eins og best verður á kosið.
Að þessu sinni vorum við búin að mæla okkur mót við Huldu (mömmu) og Sigga, Sísí pílu, Sæma pílu, Árna og Þórdísi pílufólk sem endaði bara með skemmtilegheitum og var þetta frábær ferð í alla staði, vonumst við til að hitta ykkur öll aftur á Kanary og vonandi fleiri íslendinga :o)
ef ekki, þá bara einhverstaðar annarstaðar :o)
 
 
Back
Home
Next