Heima er best ...
Loks tókum við skurk í að taka myndir af heimilinu okkar; hvernig við búum!
Um er að ræða 5 íbúða hús og er Íbúðin okkar á tveimur hæðum og mæld 61fm.
Þar sem efri hæðin er nokkuð undir súð þá telja þeir fm ekki mikið svo að íbúðin er í raun stærri en mældar tölur segja til um.
Á neðri hæðinni (inngangur) er stofa og eldhús með gestaklósetti sem er strax t.h. við inngang og tröppurnar á efri hæðina eru strax t.v. við innganginn.
Á efri hæðinni eru tvö svefnherbergi og baðherbergi með sturtu.
Geymsla, þvottaherbergi og bílskúr eru síðan í sameigninni.
Þeir sem hafa áhuga á smá "sightseeing" geta kíkt hérna á nokkrar myndir af íbúðinni .... nú eða bara kíkja í heimsókn.... :o)
Þann 3. júlí 2005 fengum við nýjan sófa og þá breyttist uppstillingin aðeins ...
 
 
Back
Home
Next